Í dag kl. 16 verða kveikt ljós á stóra jólatrénu á Jólatorginu í miðbæ Selfoss.
Síðustu ár hafa jólasveinarnir séð um að kveikja á trénu þegar þeir koma úr Ingólfsfjalli í desember en nú verður kveikt á því við hátíðlega athöfn á torginu. Innkoma jólasveinanna í desember helst óbreytt að öðru leyti svo enginn þarf að örvænta að sjá ekki sveinkana þegar þar að kemur.
Á jólatorginu verður ýmislegt handverk í boði auk kakósölu félagsmiðstöðvarinnar Zelsíuzar. Póstkassi jólasveinsins er komin upp við kakósöluna og er hægt að koma bréfum til sveinka á opnunartíma jólatorgsins.