Kveikt í rusli við Sunnulækjarskóla

Slökkvilið var kallað út kl. 00:39 í nótt eftir að vegfarandi hafði tilkynnt um að eldur logaði í ruslatunnu á lóð Sunnulækjarskóla við Norðurhóla á Selfossi.

Eldurinn læsti sig í girðingu sem umlykur ruslatunnurnar en sjúkraflutningamenn, sem voru fljótir á staðinn, náðu að slá á eldinn með því að moka yfir hann snjó.

Dælubíll frá Brunavörnum Árnessýslu kom svo á vettvang og slökkviliðsmenn slökktu eldinn.

Eldsupptök liggja ekki fyrir en leiða má líkur til þess að kveikt hafi verið í tunnunni.

Fyrri greinSex Sunnlendingar íþróttamenn síns sérsambands
Næsta greinGlæsileg inniaðstaða tekin í gagnið