Klukkan 22:15 á föstudag barst tilkynning um að kveikt hafi verið í blómaskreytingu sem stóð upp við húsvegg á veitingastaðnum Kaffi Krús á Selfossi.
Gestur veitti þessu athygli og tókst starfsmönnum með snarræði að slökkva eldinn. Ef ekki hefði uppgötvast um hann í tíma er allt eins víst að eldurinn hefði náð að læsast í húsið með ótilgreindum afleiðingu. Á þessum tíma var margt fólk inni á veitingastaðnum.
Síðar um nóttina var maður, grunaður um íkveikjuna, handtekinn. Hann var ölvaður og vistaður í fangageymslu. Hann neitaði íkveikjunni við yfirheyrslu.
Lögregla biður alla þá sem veitt geta upplýsingar um eldsupptökin að hafa samband í síma 480 1010.