Konur úr Kvenfélagi Eyrarbakka héldu upp á kvenréttindadaginn 19. júní með samkomuhaldi í dag. Kvenfélagið varð 125 ára á árinu.
Konurnar hittust í Húsinu á Eyrarbakka og skoðuðu sýninguna Ljósan á Bakkanum, um Þórdísi Simonardóttur, ljósmóður á Eyrarbakka, undir leiðsögn Lýðs Pálssonar, safnstjóra.
Þar var fordrykkur í boði Kvenfélagsins og í Húsinu var síðan skrafað, sungið og trallað en Heimir Guðmundsson lék undir á píanó. Að því loknu var farið yfir í Rauða húsið þar sem snæddur var kvöldverður.
Kvenfélag Eyrarbakka er varð 125 ára í apríl sl. og fagnar afmælinu á ýmsan hátt á afmælisárinu. Félagið er kjölfestufélag á margan hátt í mannlífi og menningu Eyrarbakka og hinna góðu verka félagsins nýtur samfélagið á ýmsan hátt sem aldrei verður fullþakkað.
Myndir frá heimsókninni í Húsið eru á heimasíðunni Menningar-Staður.