Fyrr í mánuðinum gaf Kvenfélag Selfoss sundlaugum Árborgar 50 þúsund króna gjafabréf til kaupa á leikföngum fyrir sundlaugarnar.
Stjórnarkonur úr kvenfélaginu, þær Jóna Sigfríð Sigurbjartsdóttir, formaður, Rakel Þórðardóttir, varaformaður og Jórun Helena Jónsdóttir gjaldkeri komu færandi hendi í Sundhöll Selfoss með gjafabréf til kaupanna.
Gjöfin kemur til með að nýtast vel og er áætlað að kaupa leikföng fyrir alla aldurshópa barna. Sundlaugar sveitarfélagsins koma til með að leggja til sömu upphæð á móti til kaupa á leikföngum.