Kvenfélag Biskupstungna hefur aftur gefið út dagatal þar sem félagskonur spóka sig um á Evuklæðunum.
„Við vorum sextán konurnar úr kvenfélaginu sem komum að því“, segir Svava Theodórsdóttir, forsprakki dagatalsins. „Þetta var voða gaman og minna mál heldur en síðast, því nú vissum við hvað við vorum að gera.“
Kvenfélagskonurnar gáfu út dagatal 2010 sem vakti mikla athygli og hlaut Sólskinsviðurkenningu Kynsturs það árið fyrir að „skora á hólm staðlaðar hugmyndir um kynverund kvenna og kvenfélagskonur.“
Dagatalið fór beint í sölu á sumarmarkaði Kvenfélagsins og seldist vel þó að enn séu nokkrir mánuðir þar til kaupendur geti byrjað að nota dagatalið.