Á dögunum styrkti Kvenfélag Selfoss sjúkrahóp Björgunarfélags Árborgar með kaupum á svokallaðri grjónadýnu að andvirði 140 þúsund krónur.
Dýna sem þessi kemur til með að nýtast björgunarfélaginu mjög vel en hún getur komið í stað hryggbretta þegar að sjúklingum með hugsanlega hryggáverka er sinnt, t.d. í vélsleða og mótorhjólaslysum.
Hún er létt og meðfærileg og verður meðal annars höfð í snjóbíl sveitarinnar sem og jeppum og er frábær viðbót við góðan sjúkrabúnað sveitarinnar.