Kvenfélagið gaf húsgögn í Laugarás

Nýverið var tekið í notkun viðtalsherbergi á Heilbrigðisstofnun Suðurlands í Laugarási og mættu fulltrúar frá Kvenfélagi Grímsneshrepps og færðu HSU húsgögn í herbergið, stóla og borð.

Það voru þær Elín Lára Sigurðardóttir, Ingibjörg K. Ingadóttir og Sigríður Björnsdóttir sem komu fyrir hönd Kvenfélagsins og afhentu Önnu Ipsen Hjúkrunarstjóra í Laugarási gjöfina.

Heilbrigðisstofnun Suðurlands færir Kvenfélagi Grímsneshrepps innilegar þakkir fyrir gjöfina og þann góða hug sem að baki býr.

Fyrri greinGöngustígnum að Sólheimajökli lokað
Næsta greinSannfærandi sigur Selfoss