Kvenfélagið styrkti Tintron myndarlega

Kvenfélagskonurnar Jóna Björg og Sigríður afhentu Jóhannesi og Helgu hjá Tintron styrkinn. Ljósmynd/Tintron

Kvenfélag Grímsneshrepps styrkti Hjálparsveitina Trintron myndarlega í síðustu viku en styrkurinn nam 400 þúsund krónum og er ætlaður til búnaðar- og tækjakaupa.

Styrkurinn mun koma að góðum notum við að fjölga börum og öðrum búnaði til flutnings og aðhlynningar á sjúklingum svo að hvert tæki sveitarinnar komist sem næst því að hafa yfir að ráða þessum hlutum. Við það styttist viðbragðstíminn einnig og björgunarmál innan Grímsnes- og Grafningshrepps styrkjast enn frekar.

Fyrri greinRáðstefna um skógarheilsu í Hveragerði
Næsta greinBókasafnið áfram lokað