Kvenfélag Villingaholtshrepps færði Heilbrigðisstofnun Suðurlands í dag tvö Thomson sjónvarpstæki að gjöf. Tækin er bæði 39″ og verða sett upp á sjúkrastofum hand- og lyflækningadeildarinnar á Selfossi.
Verðmæti tækjanna er 179.800 krónur og eru þau kærkomin viðbót en nú þegar eru allmargar sjúkrastofur búnar sjónvarsptæki og létta þau dvölina fyrir sjúklinga sem þurfa á innlögn á stofnunina að halda.
Á heimasíðu HSu kemur fram að stofnunin hefur í gegnum tíðina verið þeirrar gæfu aðnjótandi að eiga góða að víða í héraðinu, sem hafa fært henni ýmis tæki og er það ómetanlegt. Heilbrigðisstofnun Suðurlands er afar þakklát fyrir þessa höfðinglegu gjöf og þann hlýhug sem gjöfinni fylgir.