Kvikmyndaver á Eyrarbakka

Í þessari viku hófust tökur á sænsku kvikmyndinni Hemma, eða Heima, og fara upptökur að langmestu leyti fram á Eyrarbakka.

Myndin er framleidd af Önnu G. Magnúsdóttur, sem hefur búið og starfað í Svíþjóð undanfarna tvo áratugi. Fjallar myndin um ferð stúlku til ömmu sinnar í þorp úti á landi, þar sem hún m.a. uppgötvar ástina.

Fjöldi Eyrbekkinga hefur komið að undirbúningi myndatökunnar en tökur munu standa yfir þar til 21. ágúst næstkomandi.

Fyrri greinHrikalega flottir tónleikar á Sumar á Selfossi
Næsta greinNdiaye lánaður til Hamars