Rannsókn lögreglu hefur leitt í ljós að eldsupptök í stórbrunanum í Set á Selfossi í síðasta mánuði voru út frá rafmagni í tengikassa sem var staðsettur í suðvesturhluta lagerhússins sem brann.
Strax í upphafi beindist grunur manna að því að eldsupptök væru út frá rafmagni en starfsmenn Sets höfðu orðið varir við rafmagnstruflanir skömmu áður en eldurinn kom upp.
Lagerhúsið stórskemmdist í brunanum og var tjónið hátt í tuttugu milljónir króna. Eldurinn breiddist á endanum yfir í 800Bar sem brann til kaldra kola.