Brunavarnir Árnessýslu fengu tilkynningu um eld í sumarhúsi við Sogsveg, austan við Álftavatn í Grímsnesi, kl. 2:14 í nótt.
Samkvæmt upplýsingum frá Brunavörnum Árnessýslu kviknaði eldurinn út frá einnota grilli og barst í húsið. Húsráðendur voru sofandi í gestahúsi við hlið sumarhússins þegar eldurinn kom upp en vöknuðu og náðu að ráða niðurlögum eldsins að mestu. Reykur barst inn í gestahúsið og í fréttum RÚV kom fram að fólkið hafi verið flutt á sjúkrahús í Reykjavík vegna gruns um reykeitrun.
Slökkviliðsmenn frá Selfossi komu á vettvang og slökktu í glæðum en talsvert tjón varð á húsinu.