Keilir býður upp á opinn kynningarfund á Selfossi um nám í Háskólabrú fyrir þá sem hyggja á aðfaranám til háskóla. Kynningin fer fram í Fjölheimum miðvikudaginn 10. maí kl. 17:30.
Hægt verður að fræðast um Háskólabrú í staðnámi og fjarnámi sem er hægt að sækja bæði með og án vinnu. Alls hafa um 1.500 einstaklingar lokið náminu og hefur Keilir markað sér sérstöðu í að veita einstaklingsmiðaða þjónustu og stuðning við nemendur.
Kennsluhættir miða við þarfir fullorðinna nemenda, miklar kröfur eru gerðar um sjálfstæði í vinnubrögðum og eru raunhæf verkefni lögð fyrir.
Allir eru velkomnir og nánari upplýsingar má finna á vef Keilis.