Í kvöld, mánudaginn 26. október, munu báðir Lionsklúbbarnir í Hveragerði, Lkl. Hveragerðis og Lkl. Eden, halda opinn kynningarfund um starfsemi sína.
Lionsklúbbur Hveragerðis hefur nú hafið 45. starfsár sitt 2015-2016 og er þegar búið að halda tvo fundi. Stjórn þessa starfsárs skipa; Vilmundur Kristjánsson formaður, Kristinn G. Kristjánsson ritari og Sigurbjörn Bjarnason gjaldkeri. Svæðisstjóri svæðis fjögur er Hvergerðingurinn Rögnvaldur Pálmason. Birgir S. Birgisson er siðameistari og Daði Ingimundarson er fjölmiðlafulltrúi.
Kynningarfundurinn verður í Skátaheimilinu Breiðumörk 22 í Hveragerði í kvöld kl. 20:00.
Allir þeir sem áhuga hafa á að koma við og kynnast félagsmönnum eru boðnir velkomnir. Boðið verður upp á kaffi og og eitthvert snarl með.