Skipulagsstofnun hefur lagt fram til kynningar tillögu að viðauka við Landsskipulagsstefnu 2015-2026 ásamt umhverfismati.
Í tillögunni er sett fram stefna um loftslagsmál, landslag og lýðheilsu í tengslum við framkvæmd skipulagsmála og tekur hún eftir atvikum til allra viðfangsefna gildandi landsskipulagsstefnu. Auk þess felur tillagan í sér breytingar á gildandi landsskipulagsstefnu varðandi skipulag haf- og strandsvæða.
Tillagan er aðgengileg á vef landsskipulagsstefnu og á vef Skipulagsstofnunar auk þess sem gögnin liggja frammi til sýnis hjá Skipulagsstofnun, Borgartúni 7b, 105 Reykjavík.
Kynningarfundur um tillöguna verður haldinn á vefnum fimmtudaginn 19. nóvember kl. 14-16. Fundinum verður streymt á Facebook-síðu Skipulagsstofnunar og er ekki þörf á að skrá sig til að fylgjast með streyminu.
Allir sem þess óska geta gert athugasemdir við tillögu að viðauka við Landsskipulagsstefnu 2015-2026 og umhverfismat hennar. Frestur til að koma skriflegum athugasemdum á framfæri við Skipulagsstofnun er til og með 8. janúar 2021.