Kýr aflífuð eftir ákeyrslu

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Síðustu tvo daga hefur lögreglan á Suðurlandi kært tuttugu ökumenn fyrir of hraðan akstur í umdæmi sínu. Sá sem hraðast ók var á 142 km/klst hraða á Suðurlandsvegi.

Tveir ökumenn voru teknir próflausir og einn var kærður fyrir að draga ljóslausan eftirvagn.

Tvö umferðaróhöpp eru skráð í dagbókina síðustu tvo sólarhringa, auk þess sem ekið var á kú sem þurfti að aflífa í kjölfarið.

Fyrri greinFjölbreyttir viðburðir í íþróttaviku
Næsta greinJYSK opnar aftur eftir breytingar