Lækkaður hámarkshraði í Suðurlandsvegi

Hraðatakmarkanir eru á Suðurlandsvegi fyrir neðan Litlu kaffistofunnar vegna framkvæmda við breikkun Suðurlandsvegar.

Lögreglan á Selfossi vekur athygli á því að hámarksökuhraði hefur verið lækkaður úr 90 km í 70 km/klst. á stuttum kafla við Bolaöldu þar sem malarflutningabílar þurfa að þvera veginn.

Vegfarendur eru beðnir að virða þessi hraðatakmörk og sýna hver öðrum fulla tillitssemi vegna þeirra óþæginda sem geta skapast.

Fyrri greinVegurinn horfinn á kafla
Næsta greinViktor, YaoYao og Bolou fara