Heildarfasteignamat á Suðurlandi lækkar að jafnaði um 3,4% á milli ára samkvæmt niðurstöðum fasteignamats fyrir árið 2011.
Lækkunin á Suðurlandi er talsvert undir þeirri lækkun sem verður að meðaltali á öllu landinu sem reynist vera 8,6 prósent.
Fasteignamat hækkar aðeins á einum stað á Suðurlandi að þessu sinni, Ásahreppi. Hækkunin þar nemur 3,2-3,6%.