Lækkun á íbúðir en hækkun á atvinnuhúsnæði

Sveitarstjórn Ölfuss hefur samþykkt framlagðar tillögur um álagningu gjalda og þjónustugjaldskrár sveitarfélagsins fyrir árið 2012.

Þar vekur mesta athygli lækkun á fasteignasköttum íbúðarhúsnæðis úr 0,4% í 0,36%. Um leið hefur fasteignaskattur atvinnuhúsnæðis verið hækkaður úr 1,5% í 1,6%.

Engar aðrar breytingar eru á þjónustuskrá utan þess að vatnsskattur samkvæmt mæli hækkar um 10%.

Fyrri greinLeiðrétting
Næsta greinÞórsarar fyrstir til að sigra toppliðið