Læknir mælir með að Hvergerðingar taki inn magnesíum og joð

Hallgrímur Magnússon, læknir við Heilbrigðisstofnun Suðurlands, segir að Hvergerðingar ættu að taka reglulega inn magnesíum og joð til að bregðast við brennisteinsvetnismengun í bænum.

„Ég held því fram að mengunin sé í því magni að líkaminn þurfi á þessum tveimur efnum að halda til að mæta eitrun frá umhverfinu,“ segir Hallgrímur í samtali við Sunnlenska.

Eftirlit með brennisteinsvetnismengun í Hveragerði bendir til þess að hún sé mjög oft yfir bæði innlendum og erlendum stöðlum.

Hallgrímur segir að eitur taki mikla orku úr líkamanum en hægt sé að koma í veg fyrir það með t.d. magnesíuminntöku.

Hallgrímur vill þó ekki ganga svo langt að gefin verði út formleg tilkynning til Hvergerðinga vegna þessa. „En það er þörf á að ræða þetta í fullri alvöru.“

Sjá nánar í Sunnlenska fréttablaðinu

Fyrri greinSuðurstrandarvegur formlega opnaður
Næsta greinSuðurlandsslagur á Hvolsvelli í kvöld