Lærið brann í ofninum

Slökkvilið Brunavarna Árnesýslu á Selfossi var kvatt að einbýlishúsi við Kirkjuveg á Selfossi kl. 22:44 í kvöld þar sem nágrannar urðu varir við að reykskynjarar voru í gangi.

Heimilisfólkið var ekki heima en nágrannarnir fóru inn í húsið og fundu lambalæri í ofninum sem var fulleldað og rúmlega það.

Enginn eldur var í ofninum en töluverður reykur var í eldhúsinu og reykræstu slökkviliðsmenn húsið.

Fyrri greinVegstyrkjum úthlutað til sumarhúsaeigenda
Næsta greinPrjónaði yfir sig og slasaðist