Læsti lykla og barn inni í bíl

Ökumaður varð fyrir því óláni að læsa bíllykla og tveggja ára son sinn inni í bílnum fyrir utan Krónuna á Selfossi eftir hádegi á laugardag.

Ekki náðist í neinn fagaðila til þess að opna bílinn svo gripið var til þess ráðs að brjóta rúðu til að ná lyklunum og frelsa drenginn. Honum varð ekki meint af.

Þorgrímur Óli Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, sagði í samtali við sunnlenska.is að almennt sinni lögreglan ekki þeim verkefnum að opna læsta bíla, heldur vísi á fagmenn. Annað sé uppi á teningnum þegar börn læsist inni í bílum, þá sé brugðist við með einhverjum hætti. Í þetta skipti hafi lögreglumennirnir hins vegar verið staddir í verkefni í uppsveitunum og því ekki verið tiltækir.

Fyrri greinDagbók lögreglu: Bíl stolið af bílasölu – og skilað aftur
Næsta greinFærði HSu 2,5 milljón króna gjöf