Veiði í í Rangánum hefur verið með ágætum í síðustu viku og nálgast árnar nú toppsæti aflalistans en þar sitja Þverá/Kjarará og Blanda.
Í gærkvöldi höfðu 2.636 laxar komið á land í Ytri-Rangá og vesturbakka Hólsár en 2.445 í Eystri-Rangá.
Meðal annars fréttist af veiðimanni í Ytri-Rangá sem veiddi maríulaxinn sinn og þrjá til viðbótar á einni klukkustund um síðustu helgi. Þar var á ferðinni Kristina Medina en hún hefur komið með eiginmanni sínum í ánna í nokkur ár og iðulega setið á bakkanum og fylgst með manni sínum veiða.
Kristina fékk að taka í stöngina í klukkustund sl. laugardag og landaði fjórum löxum á einni klukkustund. Nú þarf eiginmaðurinn líklega að splæsa í tvær stangir framvegis.