Landeyjahöfn dýpkuð með skurðgröfu

Starfsmenn Suðurverks hófu í hádeginu að dýpka Landeyjahöfn með skurðgröfu sem athafnar sig uppi á bryggjunni.

Herjólfur festist í höfninni í nótt á háfjöru en samkvæmt upplýsingum frá Siglingstofnun er ekki útlit fyrir að frekari vandamál komi upp vegna þessa. Herjólfur mun sigla samkvæmt áætlun frá Landeyjahöfn kl. 15 í dag.

Gísli Viggósson, staðgengill siglingamálastjóra, segir að aurflóð úr Eyjafjallajökli hafi flutt með sér aur sem sest hafi á hafsbotninn og erfitt sé að eiga við. Skrúfur Herjólfs séu einnig það öflugar að þær róti upp aurnum á botninum þegar verið er að snúa skipinu.

Gísli sagði ennfremur að ekki væri útlit fyrir stórstreymi á ný fyrr en um miðjan ágúst og þá yrði væntanlega búið að ganga betur frá höfninni.

Fyrri greinGambrinn veikari en pilsner
Næsta greinSveinn ráðinn í Dalabyggð