Næstu daga lítur út fyrir mikla ölduhæð við suðurströnd landsins sem mun hamla siglingum í Landeyjahöfn.
Aldan hefur snúist í sv-átt og dýptarmæling á laugardag sýnir að farið er að grynnka utan við hafnarmynnið vestanmegin, einkum vestan við innsiglingarrennuna.
Um leið og aldan gengur niður verður dýpkunarskipið Perlan til taks eins og áður. Dýpkunarskipið, sem Íslenska gámafélagið hefur tekið á leigu til dýpkunar er ekki enn komið til landsins.