Landeyjahöfn tilbúin á réttum tíma að óbreyttu

Verði ekki frekari hamfarir í grennd við Landeyjahöfn má ætla að hafnargerðinni verði lokið nálægt tilsettum tíma. Engar skemmdir hafa orðið á mannvirkjum vegna flóða og engin aska fallið þar.

Hinsvegar ríkir óvissa hvort hægt verði að hefja siglingar frá höfninni þann 1. júlí eins og ráðgert hafði verið. Eimskip hefur frestað bókunum á leiðinni til 15. júlí og heldur sig við tvær ferðir á dag í áætlunum. Dragist opnun hafnarinnar verður áfram siglt frá Þorlákshöfn.

Elvar Eyvindsson sveitarstjóri í Rangárþingi eystra segir í Sunnlenska fréttablaðinu í dag að engin ákvörðun hafi verið tekin í þeim efnum en þykir ekki ólíklegt að opnun hafnarinnar dragist eitthvað.

Fyrri greinUndrast stjórnsýslukæru gegn ráðherra
Næsta greinÍbúafundir í Rangárþingi í dag