Í síðustu viku komu nemar Landgræðsluskólans saman til að planta birki og reynivið í vinaskóg Landgræðsluskólans. Skógarreiturinn er skammt frá höfuðstöðvum Landgræðslunnar í Gunnarsholti.
Nemar Landgræðsluskólans eru 21 talsins í ár og er þetta stærsti hópurinn sem numið hefur við árlegt 6 mánaða nám skólans.
Landgræðsluskólinn þjálfar sérfræðinga frá Afríku og Mið-Asíu í landgræðslu og sjálfbærri landnýtingu. Eftir að námi þeirra lýkur hér á landi, halda þeir til síns heima til að miðla af reynslu sinni og þekkingu.