Þjónustustöðvum Landsbankans á Eyrarbakka og Stokkseyri verður lokað um áramótin. Er það gert í framhaldi af því að starfsmaður bankans þar er að hætta störfum og fara á eftirlaun.
Útibúin hafa verið opin þrjár klukkustundir á viku hvort um sig.
Að sögn Gunnlaugs Sveinssonar útibússtjóra á Selfossi hafa mjög fáir viðskiptamenn nýtt sér þjónustuna á þessum stöðum að undanförnu og önnur sjónarmið, svo sem varðarndi öryggismál ráði líka ákvörðuninni um lokunina.