„Landsbankinn gerir ráð fyrir að eignarhlutur bankans í umræddu húsi verði boðinn til sölu í byrjun mars. Ganga þurfti frá nokkrum formsatriðum áður en hægt var að skrá eignina til sölu.“
Þetta segir Rúnar Pálmason, upplýsingafulltrúi Landsbankans, þegar hann var spurður hvort það stæði til að selja húsnæði bankans við Austurveg 6 á Selfossi þar sem Sparisjóður Suðurlands var með starfsemi sína.
Húsið hefur staðið tómt síðustu mánuði með húsgögnum frá Sparisjóðnum.