Landsbjörg fær aðra milljón frá nammi.is

Aftur er komið að því að vefverslunin nammi.is gefi eina milljón króna af öskusöluhagnaði til Slysavarnafélagsins Landsbjargar.

Askan úr Eyjafjallajökli, sem vefverslunin nammi.is hefur haft til sölu síðan gosið í Eyjafjallajökli stóð sem hæst hefur selst geysivel og fékk Landsbjörg greidda eina milljón króna af söluandvirðinu í maí síðastliðnum. Eins og þegar hefur komið fram rennur salan óskipt til félagsins.

Askan úr Eyjafjallajökli hefur nú verið seld til tæplega 70 landa og ekkert lát er á vinsældunum. Í ljósi þessa hefur nammi.is nú tekið upp þá nýjung að selja öskuna í þremur stærðum 125, 160 og 1700 gr ásamt því að hægt er að fá hana í 10 glösum saman í pakka, og eru þá sýnin tekin á mismunandi stöðum með eins km. millibili undir Eyjafjallajökli.

Eru þessi mismunandi sýni ekki síst hugsuð til að þjónusta rannsóknaraðila á borð við flugvélaframleiðendur, háskóla víða um heim. o.s.frv.

Fyrri greinBræðurnir hættir í slökkviliðinu
Næsta greinKnattspyrnumenn í grænum rútum