Landskeppni smalahunda verður haldinn að Fjalli á Skeiðum um helgina og hefst keppni kl. 10 á laugardagsmorgun.
Úrslitin fara fram á sunnudaginn og hefjast kl. 10.
Það er Smalahundadeild Árnessýslu sem heldur keppnina, deildin var stofnuð árið 2009 og eru fjörutíu félagsmenn í henni. Tilgangur deildarinnar er að efla þjálfun, keppni og fræðslu um smalahunda.
Sunnlendingar héldu keppnina síðast árið 2009 að Miðengi í Grímsnesi og tókst það vel. Forráðamenn keppninar vonast til að sjá sem flesta Sunnlendinga á þessum skemmtilega viðburði. Veitingasala verður á staðnum.