Landsmót Fornbílaklúbbsins sett

Landsmót Fornbílaklúbbs Íslands var sett í kvöld við Gesthús á Selfossi. Dagskráin er með hefðbundnu sniði en hún hófst með hópaksti um Selfossbæ í kvöld.

Um eitthundrað bílar óku í bílalest um Selfoss og inn á Gesthúsasvæðið en annað eins af bílum mun bætast við í fyrramálið.

Á milli klukkan 13 og 18 á laugardag verður bílasýning á Gesthúsasvæðinu en einnig verður varahluta- og handverksmarkaður, skottmarkaður úr bílum og keppni á fjarstýrðum bílum.

Á sunnudag verða bílaleikir og þrautir á Gesthúsasvæðinu ef veður leyfir.

Hér að neðan eru nokkrir glæsivagnar sem verða til sýnis á Selfossi um helgina.


Chevrolet Chevelle Malibu árgerð 1976.


Chevrolet Bel Air árgerð 1955.


Cadillac Deville árgerð 1965.


Pontiac Firebird árgerð 1977.


Plymouth Fury árgerð 1958.


Volvo 142 árgerð 1971. Áður í eigu Dags Dagssonar, kaupmanns á Selfossi.


Cadillac Eldorado árgerð 1983.


Trabant 601 árgerð 1986.


Chevrolet árgerð 1941 í eigu Byggðasafns Árnesinga. Fyrrum slökkvibifreið í Eyrarbakkahreppi.


Dodge Luxury Liner árgerð 1939 í eigu Einars Elíassonar á Selfossi. Aftar er De Soto árgerð 1947 í eigu Þórðar Þorsteinssonar á Selfossi.


Hudson árgerð 1948. Fyrir aftan hann er Ford Galaxie árgerð 1959.


Chevrolet Camaro árgerð 1979 í eigu Gunnlaugs V. Sigurðssonar á Selfossi.

Myndir: sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Fyrri greinJónsmessuhátíðin á Eyrarbakka
Næsta greinBalkanbandið í Sólheimakirkju