Í dag voru opnuð tilboð í byggingu umhleðsluhúss Sorpstöðvar Rangárvallasýslu bs. á Strönd. Landstólpi átti tvö lægstu tilboðin í verkið.
Alls bárust níu tilboð í verkið frá fjórum verktökum. Ágúst Ingi Ólafsson, formaður stjórnar sorpstöðvarinnar, stjórnaði fundinum og las upp tilboðin. Ágúst Ingi kynnti einnig kostnaðaráætlun Mannvits sem hljóðaði upp á 125 milljónir króna.
Lægsta tilboðið átti Landstólpi, tæpar 101 milljón króna og Landstólpi átti einnig næstlægsta tilboðið upp á tæpar 104 milljónir króna.
Tilboðin sem bárust:
Landstólpi kr. 100.866.860
Landstólpi kr. 103.866.860
Jáverk ehf. kr. 112.422.498
Jáverk ehf. kr. 112.705.226
Jáverk ehf. kr. 116.688.718
Vörðufell ehf. kr. 118.177.025
Smíðandi ehf. kr. 118.871.193
Smíðandi ehf kr. 124.371.193
Sveinn Sigurðsson kr. 125.300.000