Vegna mönnunarvanda eru alls 179 börn á biðlista eftir plássi á frístundaheimilum í Sveitarfélaginu Árborg.
Að sögn Gunnars E. Sigurbjörnssonar, deildarstjóra frístundaþjónustu, horfir þó til betri vegar en unnið er að því að ráða inn starfsfólk til að fækka á biðlistum eins fljótt og kostur er.
Frístundaheimilin eru fyrir börn í 1.-4. bekk grunnskóla en vegna ástandsins hefur inntaka barna tafist og á þremur af fjórum frístundaheimilum í sveitarfélaginu er nú biðlisti.