Lars B. Nilsen og Ragnheiður Guðmundsdóttir, eigendur garðyrkjustöðvarinnar Borgar í Hveragerði, fengu heiðursverðlaun garðyrkjunnar 2011. Verðlaunin voru afhent á Reykjum í Ölfusi í dag.
Það var mikið um dýrðir á opnu húsi í Landbúnaðarháskólanum á Reykjum í dag. Meðal annars voru Garðyrkjuverðlaunin 2011 afhent en Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra afhenti verðlaunin.
Við sama tækifæri afhenti forseti Íslands umhverfisverðlaun Hveragerðisbæjar 2011 en þau hlaut Úlfar Jón Andrésson, 23 ára Hvergerðingur, sem byrjaði að slá garða fyrir bæjarbúa aðeins 13 ára gamall. Foreldrar Úlfars tóku við verðlaununum fyrir hans hönd.