Látið bílinn í friði ef þið fáið ykkur í glas

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Nú um helgina eru bæjarhátíðirnar Sumar á Selfossi og Hamingjan við hafið í Þorlákshöfn haldnar. Talsverður erill var hjá lögreglunni á Suðurlandi í nótt vegna ölvunarláta og minniháttar pústra. Enginn gisti þó fangageymslu.

Síðastliðinn sólarhring voru tólf kærðir fyrir að aka of greitt í embættinu. Sá sem hraðast ók mældist á 139 km/klst. Einn var stöðvaður án ökuréttinda og einn ökumaður var kærður fyrir að hafa barn í bílnum sem ekki var í viðeigandi öryggisbúnaði fyrir börn.

Tilkynnt var um innbrot og skemmdir í sumarhúsi í nótt en var gerandi á bak og burt þegar lögreglu bar að og er málið til rannsóknar.

Lögregla vil biðla til almennings að skemmta sér fallega um helgina og láta ökutæki alfarið í friði ef menn fá sér í glas, en öflugt umferðareftirlit mun verða viðhaft um helgina.

Fyrri greinRafleiðni hækkar í Skálm
Næsta greinRafleiðni lækkar í Skálm