Laugalandsskóla í Holtum var lokað í hádeginu í dag vegna kórónuveirusmits hjá starfsmanni skólans.
Í tölvupósti frá skólastjórnendum til foreldra í morgun kom fram að skólinn verður lokaður fram á fimmtudag í það minnsta, vegna manneklu á meðan starfsfólk bíður eftir niðurstöðum úr PCR-prófi. Ekki er talin ástæða til að halda að nemendur hafi smitast.
Í dag eru 15 manns í einangrun og 29 í sóttkví í dreifbýlinu í Rangárþingi ytra og Ásahreppi, að því er fram kemur í tölum frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands.