Launakostnaður eykst um hálfan milljarð

Launahækkanir til starfshópa hjá sveitarfélögum vegna kjarasamninga á árinu kosta Sveitarfélagið Árborg 160 milljónir króna á þessu ári.

Hækkunin vegna þessa liðar á næsta ári hjá sveitarfélaginu er 430 milljónir og hækkun launa á milli fjárhagsáætlana 2014 og 2015 eru alls 500 milljónir króna.

Stöðugildi hjá Sveitarfélaginu Árborg eru í byrjun þessa mánaðar 520 og því er hækkun á hvert stöðugildi á milli ára rétt um tæp milljón krónur.

Sveitarfélög vinna þessa dagana að fjárhagsáætlunum fyrir næsta ár og hefjast umræður um þær innan sveitarstjórna í þessari viku, en fjárhagsáætlanir eru jafnan teknar fyrir í tvennum umræðum.

Fyrri greinFimmtán milljón króna styrkur til sveitarfélaganna
Næsta greinVíðir sjöundi á Íslandsmótinu