Lögreglan var kölluð til um miðjan dag á föstudag vegna lausamalar á þjóðvegi 1 austan við Hvolsvöll sem olli tjóni á ökutækjum við mætingu.
Við nánari skoðun kom í ljós að þarna hafði verið á ferð dráttarvél með aftanívagn sem fullum af möl. Gaflinn á vagninum hafði ekki lokast og möl runnið af honum á veginn.
Ökumaður dráttarvélarinnar verður kærður fyrir að hafa ekki búið svo um farminn að ekki stæði af honum hætta.