
Sveitarfélagið Ölfus hefur samði við S. Guðjónsson ehf. um kaup á LED lömpum í ljósastaura sveitarfélagsins.
Við þetta mun götulýsingin verða betri og rafmagnskostnaður og viðhald lækka töluvert.
Það var Davíð Halldórsson, umhverfisstjóri Ölfuss, sem skrifaði undir samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins í síðustu viku.
Byrjað verður að endurnýja lampana í Bergunum næsta sumar, síðan er fyrirhugað að endurnýja þá sem eftir standa á næstu árum.