Rarik er þessa dagana að leggja 36 kílóvolta streng, allt vestan frá Steinum undir Eyjafjöllum austur fyrir Klifanda, austan Péturseyjar í Mýrdal. Þjótandi ehf á Hellu vinnur verkið.
Um er að ræða verkefni sem Rarik hefur ráðist í til að auka öryggi í orku utningi og verða rafmagnsstaurar teknir niður samhliða þessari vinnu.
Með þessum framkvæmdum fæst meðal annars þriggja fasa rafmagn, sem er heilmikil framför fyrir býli og ferðaþjónustu á svæðinu.
Ætlunin er að í framtíðinni verði strengur þessi lagður alla leið austur til Víkur í Mýrdal og nær hann þá frá Landeyjum og þangað austur og byggð ný spennistöð í Vík.