Sveitarstjórn Rangárþings eystra leggst eindregið gegn fyrirliggjandi frumvarpi um breytingu á lögregluumdæmum.
Fram kemur í ályktun að frumvarpið byggi á veikum rökstuðningi og komi seint fram. Af þeim sökum gefist lítill tími fyrir þingmenn til að kynna sér málið.
„Enn fremur kveður frumvarpið ekki á um uppbyggingu, skipulag eða viðfangsefni lögregluembætta og því ómögulegt að fullyrða hvort af hljótist fjárhagslegur né faglegur ávinningur.
Enn fremur er vísað til sérstöðu umdæmis lögreglustjórans á Hvolsvelli með tilliti til aðsteðjandi náttúruvár og þess að fyrirliggjandi tillögur ganga þvert á stefnu Alþingis í byggðamálum,“ segir í ályktuninni.