Leiðin á Breiðbak ekki stikuð

Ferðaklúbburinn 4×4 fær ekki að stika leið um Breiðbak við Langasjó á Skaftártunguafrétti en félagið óskaði leyfis til þess hjá sveitar­stjórn Skaftárhrepps.

Sveitarstjórn var ekki tilbúin að veita klúbbnum leyfi og telur rétt að bíða með merkingu leiðarinnar þar til nýtt aðalskipulag fyrir Skaftár­hrepp hefur verið samþykkt og fyrir liggur hvort leiðin fellur innan eða utan Vatnajökulsþjóðgarðs.

Fyrri greinKaupverð gæti verið nálægt milljarði króna
Næsta greinBjörn og Ágúst bestir hjá Hamri