Leiðrétting

Sögur og fólki og fjöri fara stundum lengra en gott þykir.

Ekkert var þannig til í kjaftasögunni í nýjasta tölublaði Sunnlenska um að Inga Jóna Þórðardóttir væri búin að falast eftir fallegu húsi á Ölfusárbökkum undir sig og sinn ektamann Geir Haarde, enda kom svo í ljós að sjálfstæðismenn voru búnir að fylla í bæjarstjórastólinn.

Svona fara sögurnar stundum á flug með brotna vængi. Blaðið biðst afsökunar á að sagan skyldi fara svona á prent.

Fyrri greinFerðamönnum bjargað úr Krossá
Næsta grein192 milljónir fyrir Björgunarmiðstöðina