Mikil spenna er í loftinu vegna alþingiskosninganna næstkomandi laugardag, ekki síst hér í Suðurkjördæmi. Leiðtogar flokkanna munu mætast í kappræðum á Sviðinu í miðbæ Selfoss á miðvikudagskvöld kl. 20:00.
Leiðtogakappræðurnar á Sviðinu fara fram undir styrkri stjórn Stefáns Einars Stefánssonar, stjórnanda Spursmála á mbl.is en það er Sviðið sem heldur þennan viðburð.
Hvort úrslitin í Suðurkjördæmi ráðist mögulega í þessum leiðtogakappræðum skal ósagt látið en ljóst er að von er á líflegum umræðum.
Húsið opnar kl. 19:00 og eru allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Sem fyrr segir hefjast kappræðurnar kl. 20:00.