Í síðustu viku voru 44 ökumenn kærðir fyrir hraðakstur í umdæmi lögreglustjórans á Suðurlandi. Þrír voru kærðir fyrir akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna og einn fyrir ölvunarakstur.
Þá voru höfð afskipti af ökumanni leigubifreiðar við Gullfoss sem var með nokkra farþega. Hann gat ekki framvísað rekstrarleyfi og var kærður fyrir brot á lögum um leigubifreiðar.