Listaverðlaun Ölfuss voru veitt á 11. ágúst síðastliðinn á bæjar- og fjölskylduhátíðinni Hafnardögum og var það Leikfélag Ölfuss sem hlaut verðlaunin.
Leikfélag Ölfuss hefur auðgað listamenningu Ölfuss með skapandi og metnaðarfullu starfi síðastliðin 12 ár og á verðlaunin vel skilið.
Upphaf leikfélagsins var árið 2005 þegar nokkrir kraftmiklir einstaklingar tóku sig saman og stofnuðu leikfélag eftir að leiklistarstarf hafði legið í dvala síðan í kringum 1980 þegar Leikfélag Þorlákshafnar hætti störfum. Síðan þá hafa þau tekið virkan þátt í menningarlífi Ölfuss, sett upp leiksýningu árlega ásamt mörgum stuttverkum, haldið námskeið og tekið þátt í ýmsum viðburðum innan sveitarfélagsins.
Glerlistakonan Dagný Magnúsdóttir hjá Hendur í Höfn hannaði verðlaunagripinn.