
Á Töðugjöldum um síðustu helgi var í fyrsta sinn úthlutað úr Menningarsjóði Rangárþings ytra, sem komið var á fót á þessu ári. Markmið sjóðsins er að efla og styrkja menningarstarf í sveitarfélaginu.
Að þessu sinni var það Leikfélag Rangæinga sem fékk úthlutað 250.000 krónum en markmið Leikfélags Rangæinga er að setja upp leiksýningu á komandi vetri og mun það svo sannarlega verða lyftistöng fyrir menningarstarf í sveitarfélaginu.