Það var kátur hópur leikskólabarna og starfsfólks leikskólans Arkar á Hvolsvelli sem þrammaði fylktu liði að dvalarheimilinu Kirkjuhvoli í morgun til þess að syngja fyrir heimilisfólkið.
Þar voru mætt börn á aldrinum 1 árs til sex ára en tilefnið var að Dagur leikskólans er haldinn þann 6. febrúar, en að þessu sinni ber daginn upp á laugardag.
Þetta verður í 14. skipti sem þessum skemmtilega degi er fagnað.